Einfalt og þægilegt viðmót
“Vefkerfi BravoEarth er frábært verkfæri þegar kemur að því að skilgreina, ná utan um og fylgja eftir umhverfisstarfi fyrirtækja. Við nýtum okkur umhverfisstjórnunarkerfið til að halda utan um öll skrefin í Grænu skrefunum, aðgerðir í hverju skrefi, stöðuna og framvindu aðgerða. Þetta veitir okkur góða yfirsýn yfir verkefnið og heldur okkur vel við efnið.
Kerfið er einfalt í notkun og viðmótið mjög þægilegt. Fjölmargar aðgerðir eru innbyggðar í kerfið og má þar sérstaklega nefna matsblöð, tékklista og skýrslur, en allt þetta hefur gert okkur kleift að innleiða fyrsta skref Grænna skrefa nánast hnökralaust og gerir það svo miklu skemmtilegra."
Birta Kristín Helgadóttir, verkefnastjóri greininga hjá Grænvangi