Græn skref

BravoEarth fyrir Græn skref

Vefkerfi sem virkjar starfsmenn við að ná auknum árangri í umhverifsmálum
Skilvirkni, tímasparnaður og aukinn árangur

Grænu skrefin - allar aðgerðir og verkefni aðgengileg

Í BravoEarth kerfinu finnur þú allar aðgerðir í Grænu skrefunum. 
Flokkun og minni sóun, rafmagn og heitt vatn, innkaup, samgöngur, viðburðir og fundir og eldhús og mötuneyti og miðlun og stjórnun.
BravoEarth auðveldar innleiðingu og utanumhald Grænu skrefanna. Allar aðgerðir eru þegar inn í kerfinu, bæði útgáfa frá Umhverfisstofnun og Grænum skrefum Reykjavíkurbogar. 

Einfalt er að tímasetja og deila út verkefnum. Það er einfalt að laga aðgerðir og verkefni að ykkar starfsemi og að bæta við nýjum. 
Á hverjum tíma er hægt að prenta út skýrslur.

Þær stofnanir sem búnar eru að innleiða öll skrefin geta haldið utan um sitt umhverfisstjórnunarkerfi og loftlagsstefnu í BravoEarth kerfinu.


Samstilltar aðgerðir og yfirsýn

Vefkerfið BravoEarth einfaldar utanumhald utan um Grænu skrefin og virkjar starfsmenn við að koma skrefunum í framkvæmd

Græn skref 

Öll grænu skrefin eru þegar inn í kerfinu. Þær stofnanir sem eru búin að innleiða skrefin geta sett inn sitt umhverfisstjórnarkerfi inn í BravoEarth. Skýr markmið, aðgerðir og verkefni.

Mat á framkvæmd

Hægt er að nýta gátlistar og vettvangsathuganir til að meta stöðu á innleiðingu. Er búið að innleiða nýja verkferla og hugsun. 

Aðgerðir

Stofnunin skilgreinir tíma, ábyrgð og viðmið um árangur við hverja aðgerð og verkefni inn í kerfinu. BravoEarth er hópvinnukerfi og því auðvelt að virkja starfsmenn við framkvæmd verkefna. 

Tölfræði og skýrslur

Tölfræði og skýrslur veita skýra yfirsýn yfir stöðu skrefanna, aðgerða og ferla. Auðvelt að vinna í mörgum skrefum í einu. Skýrslur og tölfræði sýna stöðu bæði í flokkum og skrefum.

"Vefkerfið BravoEarth er frábært verkfæri þegar kemur að því að skilgreina, ná utan um og fylgja eftir umhverfisstarfi fyrirtækja"

Einfalt og þægilegt viðmót


“Vefkerfi BravoEarth er frábært verkfæri þegar kemur að því að skilgreina, ná utan um og fylgja eftir umhverfisstarfi fyrirtækja. Við nýtum okkur umhverfisstjórnunarkerfið til að halda utan um öll skrefin í Grænu skrefunum, aðgerðir í hverju skrefi, stöðuna og framvindu aðgerða. Þetta veitir okkur góða yfirsýn yfir verkefnið og heldur okkur vel við efnið. 
Kerfið er einfalt í notkun og viðmótið mjög þægilegt. Fjölmargar aðgerðir eru innbyggðar í kerfið og má þar sérstaklega nefna matsblöð, tékklista og skýrslur, en allt þetta hefur gert okkur kleift að innleiða fyrsta skref Grænna skrefa nánast hnökralaust og gerir það svo miklu skemmtilegra."
Birta Kristín Helgadóttir, verkefnastjóri greininga hjá Grænvangi

Yfirsýn og framvinda


“Við hjá Ferðamálastofu höfum nýverið hafið að nýju innleiðingu Grænna skrefa eftir nokkuð hlé. Í þetta skiptið notum við BravoEarth kerfið, sem hefur reynst mjög vel við þessa vinnu, þar sem bæði er hægt að vinna eftir skrefunum og einnig að einbeita sér að ákveðnum flokki viðfangsefna
Snorri Valsson, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu

Grænu skrefin - Skýrslur

Í skýrslum sérð þú stöðu aðgerða í skrefunum á hverjum tíma. Skýrslan er í takt við Excel skjal frá Umhverfisstofnun. 

Þú getur flutt skýrslur út og notað sem hluta af umhverfisuppgjöri. 










Auðvelt að greina stöðu aðgerða og verkefna

Í BravoEarth hefur þú einnig aðgang að öflugri tölfræði sem auðveldar yfirsýn á stöðu skrefanna.

Tölfræðin nýtist til að fylgjast með framgangi og auðveldar stjórnendum að forgangsraða verkefnum.

Þú sér stöðu á aðgerðum í hverju skrefi á hverjum tíma. Einfalt að sjá lista yfir þau verkefni sem eru í vinnalu eða er lokið.




Gátlistar og matsrammar

Stjórnendur og starfsmenn geta með einföldum hætti metið framgang. Erum við að vinna í samræmi við Grænu skrefin.

Gátlistar til einföldunar

Í BravoEarth eru einnig gátlistar sem einfalt er að nýta. Tékklistar hjálpa til að gera aðgerðir sýnilegar. Er búið að innleiða ferla? 

Já – Nei – Á ekki við

Inni í kerfinu eru gátlistar fyrir innkaup og ráðstefnur og fundi. Tékklistar auðvelda starfsmönnum t.d. við innkaup og skipulagningu ráðstefna.





Hvernig gengur framkvæmdin?


Í BravoEarth eru tilbúnir matsrammar og tékklistar sem stofnanir geta nýtt til að mæla stöðu á framkvæmd Grænu skrefanna. 

Matsrammar eru lykilatriði er kemur að árangusríkri innleiðingu á umhverfisstefnu. Stjórnendur geta nýtt þá til að meta framvindu og sjá hvað vel er gert og hvað gera má betur.


Vettvangsathugun og sjálfsmat


Dæmi um matsramma í skrefi 1. Með því að meta stöðu á innleiðingu er hægt að sjá hvað vel er gert og hvað gera má betur. 
Margt í skrefunum snýst um breytingu á ferlum og í raun hegðun. Matsrammar geta nýst til að finna hvað þarf að gera betur.






Samantekt - Árangursrík innleiðing Grænna skrefa

BravoEarth - Ávinningur

BravoEarth auðveldar fyrirtækjum og stofnunum við að innleiða Grænu skrefin. 

Verkefnastjórnun, hópvinnukerfi og mat gerir ferlið skilvirkara og auðvelt er að bæta við aðgerðum og verkefnum sem styðja við stefnu hverrar stofnunar/fyrirtækis.





Áskriftargjald - Engin skuldbinding

Það er einfalt að taka BravoEarth í notkun. 
Verð fer eftir stærð stofnunar og áskriftargjald er greitt á tveggja mánaða fresti. 

Hafðu samband og við komum ykkur af stað. 

HAFA SAMBAND
Share by: