Vefkerfi með tilbúinn banka af aðgerðum og verkefnum
Í BravoEarth er banki með tillögum að skilgreindum aðgerðum varðandi umhverfismál sem fyrirtæki og stofnanir geta lagað að sinni starfsemi. Aðgerðir varðandi samgöngur, úrgang, innkaup, rafmagn og húshitun sem byggja á Grænum skrefum frá Umhverfisstofnun.
Aðgerðir og verkefni eru tengd við umhverfismarkmið.
Skilvirk leið til að minnka kolefnissporið
Umhverfisstefna
Í umhverfis- og loftlagsstefnu eru sett fram markmið um að minnka sóun og bæta nýtingu á auðlindum og minnka þannig kolefnissporið.
Framkvæmd
Í BravoEarth eru markmiðin brotin niður í aðgerðaáætlun og verkefni. Einfalt er að fylgjast með framvindu og mæla framkvæmd.
Ávinningur
Árangursrík innleiðing umhverfisstefnu skilar sér í betri afkomu, aukinni ánægju starfsmanna og jákvæðari ímynd.
Vefkerfið BravoEarth einfaldar utanumhald um markmið og aðgerðir og virkjar starfsmenn við að koma umhverfisstefnu í framkvæmd
Umhverfismarkmið
Umhverfismarkmið um minni losun í hverjum flokki eru skilgreind og sett inn í kerfið s.s. varðandi úrgang, rafmagn, samgöngur og innkaup
Mat á framkvæmd
Tékklistar og vettvangsathuganir eru nýttar til að meta stöðu á innleiðingu. Er búið að innleiða nýja verkferla og hugsun.
Aðgerðir
Umhverfismarkmiðin eru brotin niður í aðgerðir og verkefni. Skilgreindur er tími, ábyrgð og viðmið um árangur.
Tölfræði og skýrslur
Tölfræði og skýrslur veita yfirsýn yfir stöðu markmiða, aðgerða og ferla. Erum við að minnka sóun og nýta betur auðlindir?
Bættu starfsandann
Aukin umhverfisvitund eykur starfsánægju
Stuðlaðu að bættri ímynd
Samfélagsleg ábyrgð og umhverfisvitund skilar sér í auknum árangri
BravoEarth adapted to your organisation
Taktu forystu í umhverfismálum
fyrir fyrirtækið, framtíðina og fyrir jörðina
Button
Innleiðing umhverfis- og loftlagsstefnu er breytingastjórnun
Vandamál, sem mörg fyrirtæki standa frammi fyrir, er að samstilla aðgerðir og halda utan um verkefni sem miða að því að minnka sóun og bæta nýtingu auðlinda.
BravoEarth er vefkerfi sem einfaldar ferli og virkjar starfsmenn við að koma umhverfisstefnu í framkvæmd.
Fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja vinna
að aukinni sjálfbærni og minnka sitt kolefnisspor
Uppbygging BravoEarth kerfisins
Áætlun - Framkvæmd - Mat - Greining
Vefkerfið BravoEarth er einfalt í notkun
Markmið og verkefni, mat á innleiðingu, skýrslur og tölfræði.
Einfalt að fylgjast með framvindu og mæla framkvæmd.
Styður við innleiðingu á ISO14001.
Leiðbeinir, veitir yfirsýn og sparar tíma
Vefkerfið BravoEarth auðveldar stjórnendum að innleiða og halda utan um umhverfisstefnu. Umhverfismarkmið í flokkum eins og úrgangur, vatn, rafmagn og samgöngur eru brotin niður í verkefni. Einfalt er að fylgjast með framvindu og mæla framkvæmd.
Umhverfisskýrslur sýna stöðu á markmiðum og verkefnum og tölfræði gefur góða yfirsýn yfir stöðu á framkvæmd stefnunnar.
Fyrir lítil og stór fyrirtæki
BravoEarth hentar bæði litlum og stórum fyrirtækjum. Kerfið getur haldið utan um markmið og verkefni á mismunandi starfsstöðvum og í deildum.
Skýrslur og tölfræði auðvelda allt utanumhald og innleiðingu.
Umbótaþættir - Markmið og verkefni
BravoEarth auðveldar stjórnendum að innleiða og halda utan um umhverfisstefnu.Þú getur haldið utan um umhverfismarkmið
og brotið þau niður í aðgerðaáætlun og verkefni.
Einfalt er að tímasetja og deila út verkefnum. Í kerfinu má finna fjöldann allan af verkefnum sem þegar er búið að skilgreina í fjölmörgum flokkum umhverfisstefnunnar. Verkefnin byggja m.a. á Grænum skrefum frá Umhverfisstofnun.
Það er einfalt að laga verkefnin að starfsemi fyrirtækisins og að bæta við nýjum. Allir vita hvað þarf að gera og hvenær.
Í BravoEarth hefur þú aðgang að öflugri tölfræði sem auðveldar yfirsýn á stöðu markmiða og innleiðingar.
Tölfræðin nýtist til að fylgjast með framgangi og auðveldar stjórnendum að fara yfir þá þætti sem vel eru gerðir og hvað betur má fara.
Skýrslur - Staða aðgerða
Í skýrslum sérð þú stöðu verkefna og markmiða á hverjum tíma. Þú getur flutt skýrslur út og notað sem hluta af umhverfisuppgjöri. Í BravoEarth hefur þú einnig aðgang að öflugri tölfræði sem auðveldar yfirsýn á stöðu markmiða og innleiðingar.
Mat á framkvæmd - Matsrammar
Í BravoEarth er fjöldi matsramma sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér beint eða lagað að sinni starfsemi.
Matsrammar eru lykilatriði er kemur að árangusríkri innleiðingu á umhverfisstefnu. Stjórnendur geta nýtt þá til að meta framvindu en einnig er hægt að virkja starfsmenn og fá þá til að ígrunda; "Hvað geri ég og hvernig vinnum við í þessu fyrirtæki".
Mat á framkvæmd - Gátlistar
Í BravoEarth eru einnig gátlistar sem einfalt er að nýta. Gátlistar hjálpa til að gera aðgerðir sýnilegar. Er búið að innleiða ferla?
Já – Nei – Á ekki við
Dæmi um gátlista varðandi úrgang
Leiðbeiningar um flokkun er sýnilegar ölllum starfsmönnum
Skrifstofuvörur sem má endurnota er skilað á sérmerktan stað
Af hverju BravoEarth?
Kerfið auðveldar stjórnendum lífið og gerir umhverfis- og loftlagsstefnu aðgengilega starfsmönnum
Innleiðing umhverfis- og loftlagsstefnu snýst um að virkja starfsmenn og fá þá til að breyta daglegri hegðun. Umhverfisstefna snýst um ígrundun sem skilar sér í aðgerðum við að minnka sóun. BravoEarth kerfið styður við þetta ferli þar sem bæði starfsmenn og stjórnendur geta skráð sig inn í kerfið og metið hvar fyrirtækið er statt og um leið ígrundað eigin stöðu.
Áskriftargjald - Engin skuldbinding
Það er einfalt að taka BravoEarth kerfið í notkun. Verð fer eftir stærð fyrirtækis og áskriftargjald er greitt á tveggja mánaða fresti.