Vilborg Einarsdóttir
Stofnandi og framkvæmdastjóri
Vilborg með MSc gráðu í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og Verslunarháskólanum í Árósum og B.ed. frá Kennaraháskóla Íslands. Er sérfræðingur í breytingastjórnun og hefur bætt við sig námskeiðum í HÍ í umhverfis- og gæðastjórnun (í diplómanámi). Hún er meðstofnandi og fyrrverandi forstjóri Mentors.
Vilborg hefur mikla reynslu bæði úr menntageiranum og atvinnulífinu auk þess að hafa haldið fjölda fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis í gegnum árin. Hún hefur setið í stjórn Íslandsstofu, Tækniþróunarsjóðs, Samtaka iðnaðarins og í Samráðsvettvangi um aukna hagsæld. Vilborg hefur hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar. Hún var t.d. valin "Top 18 - The Brightest Business Minds in Northern Europe" (Nordic Business Forum) árið 2016, sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 2012 og kjörin FKA kona ársins 2010.