by Vilborg Einarsdóttir
•
24 March 2022
AGR býður upp á innkaupa og birgðastýringalausnir sem hjálpa heildsölum og smásölum að lámarka sóun í aðfangakeðjunni. Áhersla AGR er á að hjálpa til við að lágmarka sóun á fjármunum vegna óþarfa umframbirgða, sóun á sölu tækifærum með því að hafa ekki réttar birgðir tiltækar fyrir viðskiptavini, sóun á tíma með því hafa mikilvæga starfsmenn vinna sífelt endurtekin verkefni og síðast en ekki síst að lágmarka sóun á kolefnisfótspori með óþarfa notkun á flutningum. Það er gaman að segja frá því að þetta flotta fyrirtæki ákvað að velja BravoEarth til að styðja við sína sjálfbærnistefnu og undirbúa birtingu sjálfbærniskýrslu. Við bjóðum AGR Dynamics velkomin í hópinn.